Um Hemp Living
Hemp Living var stofnað sem vefverslun árið 2018 af tveimur fjölskyldum á Íslandi í kjölfar persónulegrar reynslu af lækningamætti CBD olíu úr iðnaðarhampi. Tilgangurinn var að auðvelda aðgengi fólks með margvíslega kvilla að hampvörum. Hemp Living kappkostar að nýta bæði viðskiptasambönd sín, þekkingu og reynslu til þess að bjóða einungis CBD vörur sem unnar eru úr lífrænt ræktuðum iðnaðarhampi hjá viðurkenndum og vandlega völdum framleiðendum.
Hempliving.is er rekið af Ozon ehf. Framkvæmdastjóri þess er Sigurður Hólmar Jóhannesson og sölu og markaðsstjóri vörumerkisins er Viktor Snær Sigurðsson.