Verslun

Endoca CBD húð- og verkjakrem 300mg CBD
15. febrúar, 2020
Endoca CBD salvi fyrir varir og húð
29. febrúar, 2020
Show all

Endoca CBD húð- og verkjakrem 1500mg CBD

(1 umsögn viðskiptavinar)

kr.12,990.00

Stærð: 100ml

Magn CBD: 1.500mg

Endoca húðkremin (e. Whipped body butter) eru í senn verndandi og rakagefandi, 100% lífræn, vegan og dýravæn. Á meðal innihaldsefna auk náttúrulega unnins CBD úr iðnaðarhampi og E vítamíns er sheasmjör, pálmaolía, kakófræsmjör, Cannabis sativa fræolía, kókoshnetuolía, vanillurótarsterkja og býflugnavax – einnig allt unnið með lífrænum hætti.

Tilvalið er að nota kremið á stór svæði eða allan líkamann. Með verulegu magni af CBD, 1.500mg í hverjum 100 ml, vinnur kremið með öflugum hætti og vætir þurra, sprungna og erta húð ásamt því að draga úr óþægindum í vöðvum og liðum, t.d. eftir strangar æfingar eða önnur átök.

 

Verkferlar, notkun og geymsla.

Endoca CBD (Cannabinoid) er náttúruleg afurð úr lífrænt ræktuðum iðnaðarhampi (Cannabis sativa jurt). Vörurnar eru hannaðar í GMP vottuðum rannsóknarstofum undir ströngu lyfjafræðilegu eftirliti. Í Endoca vörunum eru einungis náttúruleg innihaldsefni, glútenlaus og vegan, án erfðabreytinga, tilbúinna lyktarefna, litarefna, eiturefna, rotvarnarefna o.s.frv. Engin innihaldsefnanna styðjast við tilraunir á dýrum. Geymist á dimmum og köldum stað eða a.m.k. í vari fyrir miklum hita og sólarljósi. Notist einungis útvortis. Berist ekki í augu.

www.endoca.com

Á lager

Vörunúmer: endo4003 Flokkar: , Brand:
Lýsing

Innihaldsefni:

CBD Hemp Oil (Cannabidiol, 1500mg), Shea Butter, Palm Oil, Cocoa Seed Butter, Cannabis Sativa Seed Oil, Coconut Oil, Root Starch, Vanilla, Beeswax, Vitamin E.

Umsagnir (1)

1 umsögn um Endoca CBD húð- og verkjakrem 1500mg CBD

  1. Bjarney Þórarindósttir

    Ég hef notað þetta krem í á þriðju viku. Þetta er dásemdin ein. Ég þoli illa þegar krem sem eru lengi að þorna á líkamanum en þetta er alls ekki þannig. Best er að taka smá úr dollunni og nudda því á milli handanna og bera það svo á líkamann. Ég fer í sturtu 2-3 á dag sökum vinnun minnar og besta leiðin til að lisa því hvernig þetta ver húðin er að vatnið fleitir á húðinni í sturtunni. Ég hef notað þetta líka á andlitið og er alveg frábært. Ég mæli hiklaust með þessu kremi og það þarf ekki að nota mikið af því í einu. Hvet ykkur til að prófa þetta.
    Kærar þakkir
    Bjarney

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *