Gjafaleikur á Facebook og Instagram
15. desember, 2019
Frábærar móttökur í apótekum
21. febrúar, 2020
Show all

CBD Krem: Hvernig virka þau?

Cannabidiol (CBD) fer um heiminn eins og stormsveipur og það eru engin merki þess að vinsældir CBD séu eitthvað að minnka. CBD hefur sýnt mikla möguleika á bættri heilsu og nýjar leiðir til að nota efnið er sífellt að uppgötvast. Það lítur út fyrir að CBD geti nýst sem meðferð við fjölmörgum heilsuvandamálum sem herja á almenning í dag.

CBD hefur sýnt sig vera að hjálpa fólki með bólgusjúkdóma, flogaveiki, kvíða, þunglyndi, ávanavandamál, Alzheimers og Parkinsons auk fjölda annara algengra kvilla. CBD er hægt að finna í fjölmörgum vörutegundum og sífellt bætast fleiri vörur í hópinn.

Sumar af þessum vörutegundum þarf að varast því CBD er ekki sama og gæða CBD. Magnið í vörunum getur líka verið annað en það sem stendur á vörunni. Það er því gott að skoða vel vöruna sem þú ætlar að kaupa og helst að kaupa einungis af viðurkenndum framleiðendum.

Sumir hafa klórað sér í hausnum yfir því hvernig CBD krem geta haft einhver áhrif á líkamsstarfsemina þar sem ekki er verið að innbyrgða vöruna.

Hvernig virka CBD kremin eiginlega?

CBD krem eiga að vinna á bólgum, draga úr verkjum og auka endocannabinóða í líkamanum. Þar sem CBD er bólgueyðandi þá er rökrétt að krem virki til þess að minnka bólgurnar og þar sem bólgurnar valda sársaukanum þá ætti verkurinn að minnka eða hverfa.

Önnur ástæða fyrir því að CBD krem eigi að virka er að það auki náttúrulega endokannabinóðaframleiðslu líkamanns. CBD krem auka þannig náttúrulega framleiðslu kannabínóða líkamanns og dregur þannig líka úr bólgum og verkjum.

CBD í snyrtivörum

CBD krem eru ekki bara til að minnka bólgur og verki, það er líka hægt að nota CBD í snyrtivörur eins og td við ýmiskonar húðvandamálum. Bólur eru hvimleitt húðvandamál sem yfir 80% af öllu fólki þarf að klást við á einum eða öðrum tímapunkti í lífinu. Þó svo að bólur séu algengar þá geta þær valdið óþægindum og dregið úr sjálfstrausti.

Ástæðan fyrir því að CBD virkar sem meðferð við bólum er að CBD dregur úr framleiðslu húðfitu en offramleiðsla á húðfitu veldur bólumyndun.

CBD getur líka verið góð meðferð við exemi og psoriasis segir Samantha Morrison, kannbis rannsakandi hjá Glacier Wellness sem er CBD framleiðslufyrirtæki í New York. Hvað þarf að hafa í huga?

Ef þú ætlar þér að prófa CBD vörur þá er eindregið mælt með því að kaupa frá þekktum framleiðanda þar sem hægt er að sjá hversu mikið CBD er í vörunni með því að athuga skammtanúmerið (batch number)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *